Opin svæði og gönguleiðir

Leiksvæði

Á Akranesi eru 17 leiksvæði sem staðsett eru í öllum hverfum bæjarins og í göngufæri við heimilin. Leiksvæði við Grundaskóla er með sparkvöllum, körfuboltavelli, rólum og öðrum leiktækjum. Við Brekkubæjarskóla er stór klifurgrind, sparkvellir, aparóla og fleira. Á leikskólum Akraneskaupstaðar, Teigaseli, Garðaseli, Vallarseli og Akraseli, eru leiktæki fyrir yngstu kynslóðina, s.s. rólur, vegasölt, sandkassar og klifurgrindur. Þar að auki er leiksvæði í Garðalundi með m.a. rólum, aparólu, minigolfvöll, frisbígolfvöll og leikföngum sem geymd eru í kistu. Á tjaldsvæðinu í Kalmansvík eru rólur og leikkastali og á Merkurtúni eru rólur og önnur leiktæki. Nýjasta æðið er síðan að leika sér í gosbrunninum á Akratorgi, sem var nýlega uppgert.