Arnardalur er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga á Akranesi. Arnardalur er hluti af Frístundamiðstöðinni Þorpinu við Þjóðbraut 13.
Badmintonfélag Akraness býður upp á æfingar fyrir 1. flokk, 2. flokk og 3. flokk. Auk þess býður félagið upp á Trimm hóp. Á sunnudögum er opið hús milli 13 og 15 og á þeim tíma eru allir velkomnir. Þá eru opnar æfingar og foreldrar og systkini geta komið með iðkendum og spilað með.
Björgunarfélag Akraness er öflug björgunarsveit sem starfar bæði til sjós og lands. Sveitin er vel tækjum búin og í henni starfar öflugur hópur fólks.
Blakfélagið Bresi er aðildarfélag innan ÍA og æfa með félaginu um 20 konur á öllum aldri. Bresi tekur þátt í Íslandsmóti Blaksambands Íslands, Öldungamóti sem haldið er á hverju ári ásamt hraðmótum sem eru jafn og þétt yfir veturinn. Blak er stórskemmtileg íþrótt og er félagsskapurinn ekki af verri endanum.
CrossFit Ægir bíður upp á fjölbreytta dagskrá undir leiðsögn menntaðra þjálfara frá kl. 05:45 til kl. 21:30 virka daga, frá kl. 10:00 til kl. 14:00 á laugardögum og kl. 11:00 til kl. 14:00 á sunnudögum.
Fimleikafélag Akraness, FIMA er eitt af stærri íþróttafélögum innan ÍA. Hjá FIMA eru aðallega stundaðir hópfimleikar (hópíþrótt) en einnig er hægt að keppa í Stökkfimi með þau stökk sem iðkandinn kann/getur að hverju sinni og það eru einstaklingsmót.
Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir og er megináherslan lögð á barna- og unglingastarf.
Golfklúbburinn Leynir býður upp á öflugt félagsstarf fyrir allan aldur
Hestamannafélagið Dreyri var stofnað 1. maí 1947. Félagsvæðið er Akranes og Hvalfjarðarsveit, þ.e frá Hvalfjarðarbotni að Borgarfjarðarbrú.
Hnefaleikafélga Akraness HAK býður upp á krakkabox fyrir börn 8-14 ára. Auk þess er boðið upp á þrek og þol og sparr og tækni sem er fyri eldri iðkendur. Tilgangur félagsins er að kenna og iðka ólympíska hnefaleika og gæta hagsmuna félagsmanna.
Hvíta húsið er ungmennahús fyrir ungmenni á aldrinum 16 - 25 ára. Hvíta húsið er hluti af Frístundamiðstöðinni Þorpinu við Þjóðbraut 13.
Íþróttalífið á Akranesi er fjölbreytt og nær til allra aldurshópa. Öll aðstaða til íþróttaiðkunar er til staðar á Akranesi og iða íþrótta- og tómstundamannvirki bæjarins af lífi frá morgni til kvölds. Á Akranesi starfar eitt öflugasta íþróttafélag landsins, Íþróttabandalag Akraness
Karatefélag Akraness, KAK hefur það meginmarkmið að bjóða upp á eins góða karatekennslu og völ er á hverju sinni og þroska bæði líkamlegt og andlegt atgervi félagsmanna. KAK býður upp á æfingar fyrir börn frá 6 ára aldri en einnig fyri unglinga og fullorðna.
Keilufélag Akraness býður upp á æfingar fyrir börn í 5.-7. bekk og 8.-10.bekk. Auk þess eru opnar æfingar fyrir ungmenni og einnig er FEBAN félag eldri borgara með æfingar reglulega. Markmið félagsins er að stuðla að iðkun keilu og glæða áhuga á þeirri íþrótt.
Klifurfélag ÍA býður upp á skipulagðar æfingar í klifri fyrir iðkendur frá 5-15 ára. Einnig eru starfræktir sér æfingahópar fyrir fullorðna, sem og hópur fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri.
Knattspyrnufélag ÍA stendur er eitt af stærri félögum innan ÍA og heldur úti æfingum fyrir börn á öllum aldri auk þess að vera með lið í efstu deildum. Markmið og tilgangur félagsins er að iðka knattspyrnu, efling knattspyrnu-, æskulýðs- og félagsmála svo og að stuðla að bættri aðstöðu til iðkunar knattspyrnu á Akranesi.
Knattspyrnufélagið Kári hefur verið starfrækt í núverandi mynd frá árinu 2011, en félagið heldur úti metnaðarfullu liði í meistaraflokki karla sem hefur verið í stöðugri sókn síðustu ár. Tilgangur félagsins er að vera til staðar fyrir þá drengi og menn sem vilja stunda knattspyrnu hér á Akranesi í metnaðarfullum og skemmtilegum hópi.
Tilgangur Kraftlyftingafélag Akraness er að kenna og iðka kraftlyftingar og gæta hagsmuna félagsmanna. Félagið leggur áherslu á að félagsmenn keppi eftir þeim reglum sem gilda hjá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands hverju sinni.
Frístundaheimilið Krakkadalur er starfrækt fyrir börn í 3. – 4. bekk í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla og er opin eftir að skóla lýkur til klukkan 16:15 alla virka daga.
Körfuknattleiksfélag ÍA býður upp á æfingar fyrir börn frá 1. og upp í 10. bekk. Einnig er boðið upp á æfingar í drengja- og unglingaflokki auk eldribolta fyrir eldra komna. Félagið heldur einnig úti meistaraflokki karla.
Leynileikhúsið verður með haustnámskeið fyrir börn í 2. - 8. bekk sem hefst 24. september nk. og stendur í 10 vikur.
Siglingafélag Akraness Sigurfari er ætlað að vera sameiginlegur vettvangur sem flestra sjóíþrótta, hvort sem notast er við ár, segl eða vél. Markmið félagsins er að iðka siglingaíþróttir og stuðla að bættri iðkunaraðstöðu.
Skátafélga Akranes býður upp fjölbreytt félagsstarf fyrir ungmenni á aldrinum 8-18 ára.
Markmið Skotfélags Akraness er að iðka skotfimi, glæða áhuga á þeirri íþrótt og stuðla að bættri aðstöðu til iðkunnar hennar. Skotfélag Akraness er með aðsetur við rætur Akrafjals.
Smiðjuloftið er glænýtt afþreyingarsetur að Smiðjuvöllum 17 á Akranesi. Hér geturðu skellt þér í klifur, tekið þátt í fjölskyldutímum, tónlistarnámskeiðum og uppákomum og haldið upp á barnaafmæli. Við tökum einnig á móti hópum í fjölbreytta afþreyingu og skemmtun.
Sundfélag Akraness stendur fyrir fjölbreyttu starfi fyrir börn og fullorðna.
Ungmennafélagið Skipaskagi, skammstafað USK er með heimili og varnarþing á Akranesi. Markmið félagsins eru að auka áhuga félagsmanna og almennings á líkamsrækt og stuðla að alhliða íþróttaiðkun.
Vélhjólaíþróttafélag Akraness , VÍFA var stofnað 23 .maí 2006 og er félag fólks sem hefur áhuga á motocrossi og fjórhjólum.
Spennandi sumarnámskeið fyrir hressa krakka fædda 2010-2013 dagana 13-16 júní frá 10.00-15.00.
Sumarlestur 2022 3. júní til 12. ágúst fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára
Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli Norðanfisks á vegum Knattspyrnufélags ÍA fyrir börn fædd 2012-2016. Skólastjóri verður Bryndís Rún Þórólfsdóttir og henni innan handar verða þjálfarar félagsins. Leikmenn Mfl.kk/kvk munu koma og miðla reynslu sinni á faglegan og skemmtilegan hátt.
Golfleikjanámskeið ætlað öllum krökkum á aldrinum 6 til 10 ára (2012-2016)
Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 – 12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. Júní.
Þorpið - Frístund fyrir börn á vegum Akraneskaupstaðar Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á sumarfrístund Þorpsins fyrir sumarið 2022.
Badmintonnámskeið fyrir börn á aldrinum 5-12 ára (fæddum 2010-2016) verður haldið ííþróttahúsinu við Vesturgötu tvær vikur í sumar.
Fimleikafélag ÍA Akranesi býður upp á fjölbreytt og skemmtileg sumarnámskeið í júní fyrir börn á öllum aldri. Fimleikanámskeið Fimleikanámskeið fyrir leikskólabörn Parkour námskeið Trampolín námskeið Foam Flex námskeið fyrir íþróttakrakka Hægt er að skrá iðkendur bæði á stakar vikur eða fjórar vikur. Tímabil 6. - 30. júní. Skráning er hafin á Sportabler síðu félagsins: www.sportabler.com/ia/fimia