Frístundir og sumarnámskeið

Badmintonnámskeið fyrir börn 5-12 ára

Badmintonnámskeiðið er skemmtilegt námskeið fyrir
öll kyn. Áherslan verður á badminton og skemmtilega leiki í bland bæði fyrir vana og
óvana. Einnig verður farið út í leiki ef veður leyfir.
7. - 10. júní frá kl. 13-15 (4 dagar)
13.- 16. júní frá kl. 13-15 (4 dagar)
Gjaldskrá:
4 daga námskeið kostar 4.000 kr. hvort en ef farið er á bæði námskeiðin
þá kostar 6.000 kr. og greiða þarf fyrir námskeiðið áður en það hefst.
.
Irena Rut Jónsdóttir ásamt iðkendum úr 1. flokki verða með námskeiðin.
Skráning fer fram í gegnum Sportabler.