Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Knattspyrnuskóli Norðanfisks á vegum Knattspyrnufélags ÍA

Knattspyrnuskóli Norðanfisks á vegum Knattspyrnufélags ÍA

Meginmarkmiðið er að börn læri undirstöðuatriði í fótbolta á leikrænan og skemmtilegan hátt. Lögð er áhersla á grunntækni í knattspyrnu og að allir fá verkefni við sitt hæfi. Skipt verður í hópa eftir aldri og unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann hjá hverjum iðkanda. Mikilvægt er, að æfingar barna á þessum aldri séu fjölbreyttar og stuðli að bættum skyn- og hreyfiþroska.

Knattspyrnuskólinn er kjörinn vettvangur fyrir nýja iðkendur til að kynnast grunnatriðum íþróttarinnar en er jafnframt ætlaður börnum sem æfa fótbolta og vilja skemmtilega viðbót við hefðbundnar æfingar.

Knattspyrnuskóli Norðanfisks hefst kl.13:00 og hittast krakkarnir inn í Akraneshöll. Kennt er alla virka daga frá kl.13:00-15:00.

Hverju námskeiði lýkur með knattþrautum og grillveislu.

Börnin þurfa að taka með sér nesti og vatn í brúsa.

Skólastjóri námskeiðisins er Bryndís Rún Þórólfsdóttir fyrirliði kvennaliðs ÍA.

 

Alls verða átta vikur í boði í sumar og eru það eftirfarandi vikur:

Vika 1 - 07. júní - 9. júní ( 4d)

Vika 2 - 12. júní - 16. júní ( 5d)

Vika 3 - 26. júní - 30. júní ( 5d)

Vika 4 - 03. júlí - 07. júlí ( 5d)

Vika 5 - 10. júlí - 14. júlí ( 5d)

Vika 6 - 17. júlí - 21. júlí ( 5d)

Vika 7 - 24. júlí - 28. júlí ( 5d)

Vika 8 - 14. ágúst - 18. ágúst ( 5d)

Vikur 1-4 - 07. júní - 07. júlí (4w )

Vikur 5-8 - 10. júlí - 18. ágúst (5w 2d)

Allar vikur - 07. júní - 18. ágúst (10w 5d)

Skráning í Sportabler eða https://www.sportabler.com/shop/kfia.