Frístundir og sumarnámskeið

Leynileikhúsið - haustnámskeið

Um Leynileikhúsið 

Leynileikhúsið var stofnað árið 2004 og hefur síðan kennt börnum í 2.- 8. bekk leiklist, víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Hjá Leynileikhúsinu geta ungir leiklistarunnendur sótt fjölbreytt og skapandi námskeið í leiklist. Á námskeiðunum er unnið er að því að efla framkomu, sköpunarkraft og tækni hvers og eins nemanda, með leikgleði og frumsköpun að leiðarljósi.

Um viðkomandi námskeið:

Skráning er hafin á haustnámskeið Leynileikhússins á Akranesi! Hægt er að skrá sig hér í gegnum skráningakerfið Nóra: https://leynileikhusid.felog.is/

Námskeið hefst fimmtudaginn 24. september.

Boðið verður upp á 10 vikna leiklistarnámskeið með áherslu á leikgleði, frumsköpun og samvinnu í Stúkuhúsinu á Byggðarsafninu í Görðum.  Kennt verður einu sinni í viku, 1 klst. í senn í 10 skipti. Námskeiðinu lýkur með lokaæfingu og leiksýningu, þar sem börnin fá leikhúsmálningu og búninga og leika frumsamið verk fyrir aðstandendur.

Stúkuhúsið - Fimmtudagar

Kl. 15.00-16.00 – 4.-6. bekkur

Kl. 16.00-17.00 – 2.-3. bekkur

Kl. 17.00-18.00 – 6.-8. bekkur

Verð fyrir námskeið er 32.700 kr. og tekið er á móti frístundastyrkjum sveitafélaganna. Veittur er 15 % systkinaafsláttur.

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Leynileikhússins: www.leynileikhusid.is og í síma: 864-9373.