Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Skátafélag Akraness

Skátastarfið hefst vikuna 29. ágúst - 2. sept. Skátastarfið á Akranesi er skipt í þrjár sveitir, drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta.  Í hverri skátasveit geta síðan verið nokkrir flokkar. Hver skátaflokkur/skátasveit fundar einu sinni í viku. Að auki eru félagsviðburðir sem eru auglýstir sérstaklega. 13 vikulegir skátafundir verða á haustönn, ásamt félagsviðburðum. Skráning er á sportabler https://www.sportabler.com/shop/skatafelagakraness. Facebook-síða félagsins er https://www.facebook.com/skatarakraness

Verð 25.000.-  aukalega er rukkað fyrir útilegur og stærri skátaviðburði.

Drekaskátar

Skátar fæddir 2013 og 2014, 3. og 4. bekkur. 

Fundartími er á þriðjudögum kl. 16:00-17:15. Fyrsti fundur er 30. ágúst.

Nánari upplýsingar um drekaskátastarf https://skatarnir.is/drekaskatar/

Fálkaskátar

Skátar fæddir 2010, 2011 og 2012. 5.-7. bekkur. 

Fundartímar (athugið að skátar fæddir 2011 velja annan hvorn fundinn):

Skátar fæddir 2011 og 2012, mánudagar kl. 16:00-17:30. Fyrsti fundur 29. ágúst.

Skátar fæddir 2010 og 2011, fimmtudagar kl. 16:30-18:00. Fyrsti fundur 1.september.

Nánari upplýsingar um fálkaskátastarf https://skatarnir.is/falkaskatar/

Dróttskátar

Skátar fæddir 2007-2009. 8.-10. bekkur. 

Fundartími verður í samráði við skátana, og verður ákveðin á fyrsta fundi. Fyrsti fundur verður föstudaginn 2. september kl. 17:00

Nánari upplýsingar um dróttskátastarfið https://skatarnir.is/drottskatar/

Netfang skátafélagsins er skfakraness@skatarnir.is

Skátafélag Akraness Háholt 24