Frístundir og sumarnámskeið

Skátafélag Akraness

Skátafélag Akraness

Skráning er hafin

Langar þig að læra útieldun og stunda útivist, taka þátt í fjölbreyttu hópefli, leikjum og að kynnast nýjum krökkum? Þá gætu skátarnir verið eitthvað fyrir þig.

Sjá nánar á skatarnir.is

 

Staðsetning:

Skátafundir fara fram í Skátahúsinu Akranesi, Háholti 24

 

Boðið eru upp á skátastarf á Akranesi fyrir

Drekaskáta (3. og 4. bekkur), fundartími fimmtudagar kl. 15:00-16:30. Fyrsti fundur er  2. september.

 

 

Fálkaskáta (5.6. og 7. bekkur) fundartími miðvikudagar kl. 16:30-18:00. Fyrsti fundur er 1. september.

Dróttskáta (8. 9. og 10. bekkur) Fyrsti fundur er mánudaginn 30. ágúst kl. 19:00. Dróttskátar eru með fundi á miðvikudögum kl. 18:30-20:30.

Rekk-og Róverskátar 16 - 20 ára. Unnið er að forsetamerkinu og leiðtogaþjálfun. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband við skfakraness@skátarnir.is. Fundartímar fara eftir verkefnum og unnir í samvinnu við skátana. 

Boðið verður upp á tvo prufufundi í haust.

Skráning er hafin  á Sportabler