Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Sumarfrístund Þorpsins fyrir börn fædd 2012-2015

Þorpið - Frístund fyrir börn á vegum Akraneskaupstaðar

 

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á sumarfrístund Þorpsins fyrir sumarið 2022.

 

Undanfarin sumur hefur frístundamiðstöðin Þorpið séð um sumarnámskeið fyrir börn í 1.-4.bekk frá júní til ágúst, breyting verður á því þetta sumar og býður Þorpið einungis upp á 4.námskeið frá 7.júní til 1.júlí. 

Fjöldatakmarkanir á hvert námskeið eru 40.börn.

 

Námskeið fyrir börn fædd 2012 - 2015

 

Heilsdags námskeið. Um er að ræða viku námskeið sem standa frá kl. 9:00 - 16:00. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Námskeiðin verða bæði fjölbreytt og skemmtileg. Mikil útivera og skapandi starf. Þátttakendur koma sjálfir með nesti, þ.e. hressingu fyrir hádegi og hádegismat. 

Boðið verður upp á eftirmiðdegishressingu. (Lágmarksfjöldi á hvert námskeið eru 10 þátttakendur. Þorpið áskilur sér réttinn til þess að hætta við námskeið ef næg þátttaka næst ekki).

 

· 7.júní – 10.júní Lista og menningarvika (4d)

 

· 13.júní – 16.júní Ævintýravika  (4d)

 

· 20.júní – 24.júní Vatnavika  (5d)

 

· 27.júní – 1.júlí  Náttúru og umhverfis vika  (5d)

 

· Leikjanámskeið sumarsins verða með þema sniði fyrir hverja viku.

 

· Mikil áhersla er á hópefli, útiveru og fjölbreytta dagskrá. 

 

· Farið verður í sund bæði hér á Akranesi og annarstaðar.

 

· Ferð í Skorradal í náttúru- og umhverfisviku auk annara skemmtilegra dagskrárliða, ber þar að nefna ratleik, bingó, andlitsmáling, grill ofl.

 

Verð og greiðslufyrirkomulag

 

· 4 daga námskeið = 10.600 kr.

 

· 5 daga námskeið = 12.300 kr.

 

Veittur er 10% systkinaafsláttur.

 

Innifalið í námskeiðunum er öll dagskrá, samgöngur þegar við á og eftirmiðdagshressing.

 

ATH: Greiðsla skal fara fram á sportabler áður en námskeið hefst.

 

Slóð:  https://www.sportabler.com/shop/akranes

 

Athygli er vakin á því að lögmálið "fyrstur kemur, fyrstur fær" gildir.

 

Nánari upplýsingar veita 

Elísabet Sveinbjörnsdóttir og Bergur Líndal Guðnason.

 

Tölvupóstur:

elisabets@akraneskaupstadur.is

bergurlg@akraneskaupstadur.is 

 

Elísabet: 8635394

Bergur: 8470489

Þorpið: 433-1252