Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Sumarnámskeið Badminton og Keila!

 

Badminton námskeið fyrir börn á aldrinum 5-12 ára verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu í tvær vikur í sumar. Badminton námskeiðið er skemmtilegt námskeið fyrir bæði stráka og stelpur. Áherslan verður á badminton og skemmtilega leiki í bland, bæði fyrir vana og óvana. Einnig verður farið út í leiki ef veður leyfir.

Í seinni vikunni verður keilufélagið með okkur og fá börnin að spreyta sig í keilu í keilusalnum á Vesturgötu ásamt því að fara í badminton og leiki.

Fyrri vikan er dagana 12-16 júní – Badminton

Seinni vikan er dagana 19-23 júní – Badminton & Keila

 

Þjálfari er Advait Vanarse ásamt aðstoðarþjálfurum úr 1.flokk.
Jónína og Guðmundur sjá um þjálfun í keilusalnum.

Verð fyrir eina viku er 5.000 kr.-

Verð fyrir báðar vikurnar er 8.000 kr.-

 

Skráning fer fram í gegnum sportabler.com/shop/ia/badminton

ATH. Greiða þarf fyrir námskeiðið áður en það hefst.