Frístundir og sumarnámskeið

Siglinganámskeið Sigurfara

Í sumar mun Sigurfari, siglingafélag Akraness bjóða upp á byrjendanámskeið í siglingum fyrir börn fædd á bilinu 2007-2011.

Á námskeiðinu læra börnin á Optimist kænur en fá einnig að prufa Kayak, læra praktískt atriði og fleiri skemmtilegt busl.

Hvert námskeið er fjórir dagar í senn, og hægt er að velja á milli fyrir eða eftir hádegi. Á hvert námskeið komast 5 börn. 

Eftirfarandi tímasetningar standa til boða:

Fyrir hádegi  (9:00-12:00) Eftir hádegi  (13:00-16:00)
   
 • 14.-18. júní
 • 21.-24. júní
 • 28. júní - 1. júlí
 • 5. - 8. júlí
 • 12. - 15. júlí
 • 19. - 22. júlí
 • 26. - 29. júlí
 • 14.-18. júní
 • 21.-24. júní
 • 28. júní - 1. júlí
 • 5. - 8. júlí
 • 12. - 15. júlí
 • 19. - 22. júlí
 • 26. - 29. júlí

 

Skráning og greiðslufyrirkomulag

Námskeiðsgjald er kr. 12.000 kr. Skráning fer fram hér

Frekari upplýsingar um námskeiðið fást með að senda tölvupóst á netfangið sigurfari@ia.is