Frístundir og sumarnámskeið

Sumarnámskeið Leynileikhússins

Leynileikhúsið verður með sumarnámskeið á Akranesi

Leynileikhúsið hefur starfað frá árinu 2004 og staðið fyrir leiklistarnámkeiðum fyrir börn í 1.-10. bekk. Unnið er sérstaklega með samvinnu, hlustun, tjáningu og einbeitingu. Nemendum er hjálpað að finna sínum eigin hugmyndum farveg og byggja þannig upp sjálfstraust og framkomuhæfileika. Námskeiðin eru færð út á græn svæði þegar veður leyfir og lýkur þeim með lokasýningu sem aðstandendum er boðið á.

FRUMSKÖPUN og SPUNI er aðferðafræðin.

LEIKGLEÐI er útgangspunktur allra námskeiða Leynileikhússins.

Markmið námskeiða Leynileikhússins er að hver nemandi geti búið til leikrit hvar sem er og hvenær sem er, einungis með ímyndunaraflið að vopni.

Vikan 14. - 18. júní ( frí á 17. júní)

  • Námskeið fyrir 7-9 ára kl. 9:00-13:00
  • Námskeið fyrir 10-12 ára kl. 13:00-17:00

Námskeiðið verður kennt í Stúkuhúsinu á Byggðarsafninu í Görðum.

Allir kennarar sumarsins eru fagfólk í sviðslistum og hafa mikla reynslu af starfi með börnum.

  Skráning og greiðslufyrirkomulag

  • Verð fyrir almennt námskeið: kr. 21.500.-

  • Að venju er 15% systkinaafsláttur og reiknast hann af námskeiðsgjöldum allra systkina sem stunda námskeið á sumarönn

Skráningar fara fram á https://leynileikhusid.felog.is/