Frístundir og sumarnámskeið

Útilífsnámskeið

Langar þig að kynnast nýjum krökkum og gera eitthvað skemmtilegt í sumar? Hvernig væri að skella sér á útilífsnámskeið hjá skátunum?

Vika sem er stút fullt af skemmtilegum verkefnum sem þið hafið ekki prófað áður. Á námskeiðinu verður m.a. farið á Kajaka, sjósund, í kassaklifur, útileldun, traustaleiki, hjólaferðir, björgunarleika, lært að súrra og kveikja bál, búa til eigin mat, tálgað, farið í nýja leiki og gögl. Við skoðum nærumhverfinu og náttúrunni í kringum Akraness, heimsækjum björgunarsveitina svo eitthvað sé nefnt.

Allur matur er innifalin í námskeiðsgjaldi. Þátttakendur elda matinn sinn sjálfir og nota til þess ýmsar aðferðir útileldunar.

Leiðbeinendur eru með reynslu á sviði útilífs og vinnu með börnum og ungmennum.

Námskeiðið:

Námskeið eru frá kl. 9:00-16:00 alla daga og mæting í Skátahúsinu Háholti 24. Miðað verður við hámark 25 þátttakendur á námskeiði. Lámarks fjöldi er 10 þátttakendur.  

  • Vika 1: 14.-18. júní - aldur 9.-10. ára (4 dagar)
  • Vika 2: 21.-25. júní -- aldur 10.-12. ára (5 dagar)
  • Vika 3: 28. júní -2. júlí - aldur 10.-12. ára (5 dagar)
  • Vika 4:  5.-9. júlí- aldur  8.-10. ára (5 dagar)

 

Gjaldskrá

4 daga námskeið: kr. 19.900
5. daga námskeið: kr. 24.900

Systkinaafsláttur 10%

Nánari upplýsingar á netfangið skfakraness@skatarnir.is

Útbúnaðarlisti og upplýsingapakki verður sendur út fljótlega eftir skráningu.

Búið að er að opna fyrir skráningu á Nóra