Hátíðir, listir & söfn

Vetrardagar á Akranesi

Upphafið að þessari litlu vetrar menningarhátíð er frá árinu 2016 en þá var hún haldin í fyrsta sinn. Til að byrja með var lagt upp með áherslu á írska arfleifð svæðisins og þá var hátíðin haldin í kringum 17. mars sem er dagur heilgs Patreks. Frá og með árinu 2020 var fallið frá upprunalegu hugmyndinni um áherslu á írska arfleifð og þess í stað leitað leiða til að brjóta upp hversdaginn með almennri menningarhátíð. Dagskrá  hátíðarinnar hefur verið nokkuð fjölbreytt frá ári til árs og má nefna fyrirlestra, tónleika, örnefnagöngur, upplestur, listsýningar og fleira.