Hátíðir og söfn

Leirbakaríið

Þær Kolbrún Sigurðardóttir (Kolsí) og Maja Stína hafa starfrækt Leirbakaríið frá desember 2018. Leirbakaríið samanstendur af vinnustofu þeirra ásamt verslun og þar eru jafnframt haldin margskonar námskeið. Ef ljósin í Leirbakaríinu eru kveikt þá er opið og gestum velkomið að líta við þó komið sé kvöld.