Námskeið og viðburðir

Badmintonnámskeið

Badmintonnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára (fæddum 2008-2013) verður haldið í íþróttahúsinu við Vesturgötu tvær vikur í sumar. Badmintonnámskeiðið er skemmtilegt námskeið fyrir bæði stráka og stelpur. Áherslan verður á badminton og skemmtilega leiki í bland bæði fyrir vana og óvana. Einnig verður farið út í leiki ef veður leyfir.


15. - 19. júní frá kl. 13-15 (4 dagar)

22.- 26. júní frá kl. 13-15

Gjaldskrá:

4 daga námskeið á 4.000 kr. og 5 daga námskeið á 5.000 kr. en ef ákveðið er að fara í báðar vikurnar þá eru þær á 8.000 kr. og greiða þarf fyrir námskeiðið áður en það hefst.

Iðkendur sem eru skráðir í Nóra, fá frítt á námskeiðin.

Helena Rúnarsdóttir aðalþjálfari félagsins verður með námskeiðið og nýtur aðstoðar iðkenda úr 1.flokki.
Skráning fer fram í gegnum netfangið ia.badmfelag@gmail.com og er síðasti skráningardagur       10. júní.