Námskeið og viðburðir

Knattspyrnuskóli ÍA

Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli ÍA fyrir börn fædd 2007 - 2013. Skólastjóri verður Aron Ýmir Péturssson, þjálfari 4.fl.kvk og 3.fl.kvk. Auk þeirra munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna kíkja í heimsókn.

Alls verða fjórar vikur í boði í sumar og eru það eftirfarandi vikur:

  • Vika 1 - 11. - 14.júní
  • Vika 2 - 1. - 5.júlí
  • Vika 3 - 8. - 12.júlí
  • Vika 4 - 15. - 19.júlí

Knattspyrnuskólinn verður kl. 13:00 - 15:00 virka daga og á föstudögum endar vikan með grilli og glaðningi. 

Verðskrá

Þátttökugjald á námskeiðunum eru sem hér segir:

  • 1 vika: 6.500 kr.
  • Aukavika: 5.000 kr.
  • Allar vikurnar: 17.990 kr.

Skráning og greiðslufyrirkomulag

Skráning í Knattspyrnuskólann er í gegnum heimasíðu KFÍA og á skrifstofu KFÍA frá kl. 10:00 - 12:00 eða í síma 433-1109.