Námskeið og viðburðir

Komdu að sigla í sumar

Í sumar mun Sigurfari, siglingafélag Akraness bjóða upp á byrjendanámskeið í siglingum fyrir börn fædd á bilinu 2005 -2009. 

Á námskeiðinu læra börnin á Optimist kænur en fá einnig að prufa Kayak, læra praktískt atriði og fleiri skemmtilegt busl. Æskilegt er að þátttakendur klæðist blautbúningum. 

Hvert námskeið eru fjórir dagar í senn, mánudag til fimmtudags kl. 9-12. Á hvert námskeið komast 5 börn. 

Eftirfarandi tímasetningar standa til boða:

  • 24.-27. júní
  • 1.-4. júlí
  • 15.-18. júlí
  • 22.-25. júlí

Námskeiðsgjald er kr. 9000. Áhugasemdir sendi einkaskilaboð á Facebooksíðu Sigurfara, tölvupóst á netfangið gummi1ben@gmail.com eða hringi í síma 847-0818. 

ATH. Ef nægur áhugi er til stðar munu fleiri námskeið vera auglýst.