Námskeið og viðburðir

Sumarlestur

Sumarlestur og ritsmiðja

Sumarlestur fyrir börn er að hefjast á Bókasafni Akraness og stendur yfir í sumar. Sumarlestur er lestrarhvetjandi verkefni miðað að börnum á aldrinum 6-12 ára. 5 ára börnum er líka heimilt að taka þátt, ef þau hafa öðlast færni í lestri.  Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 2. júní og lestrinum lýkur 7. ágúst. Þema í ár er Land verður til. Þegar börnin skrá sig til þátttöku í sumarlesturinn fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína fyrir hverja bók eða hverja 150 síður. Foreldri/forráðamaður staðfestir að þú hafir lesið bækurnar. Í hverri heimsókn í bókasafnið færðu tækifæri til að taka þátt í að skapa land á vegginn, setja inn fjöll, vegi, bæi, hús, farartæki og folk og fl. Þátttakendur skrá sig á Bókasafninu og allir geta verið með. Þátttaka er ókeypis. Húllum-hæ lokahátíð er miðvikudaginn 12.ágúst  kl. 14 og þá verður happadrætti og léttar veitingar. 

Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með starfi Bókasafnsins á fésbókarsíðu safnsins.