Námskeið og viðburðir

Sumarlestur og ritsmiðja

réttatilkynning í maí 2019

Sumarlestur og ritsmiðja

Sumarlestur fyrir börn er að hefjast á Bókasafni Akraness og stendur yfir í sumar. Sumarlestur er lestrarhvetjandi verkefni miðað að börnum á aldrinum 6-12 ára. 5 ára börnum er líka heimilt að taka þátt, ef þau hafa öðlast færni í lestri.  Markmiðið með sumarlestri er að hvetja börn til lesturs, til að njóta góðra bóka og ekki síður til að viðhalda og auka færni sína í lestri milli skólaára. Börnin skrá sig til leiks frá 3. júní og lestrinum lýkur 9. ágúst. Þema í ár er söguhetjur í barnabókum. Þegar börnin skrá sig til þátttöku í sumarlesturinn fá þau afhenta lestrardagbók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og setja „bókamiða“ í lestrarnetið. Fyrir hverja 5 til 10 bækur lesnar fá börnin að velja sér „dót úr dótakassanum“.  Þátttakendur skrá sig á Bókasafninu og allir geta verið með. Þátttaka er ókeypis. Vikulega verður birt stutt viðtal við Lesara vikunar í Skessuhorninu. Húllum-hæ lokahátíð er miðvikudaginn 14.ágúst  kl. 14 og þá verður happadrætti og farið í leiki.

Ritsmiðja

Þá býður Bókasafn Akraness börnum á aldrinum 10 (f. 2009) -14 ára að taka þátt í ritsmiðju 11.-14.júní,  kl. 9:30-12.00  Leiðbeinandi verður Katrín Lilja Jónsdóttir, sagnfræðingur, blaðakona og til aðstoðar verður Ásta Björnsdóttir, bókavörður. 
Í ritsmiðjunni læra þátttakendur: 
– hvaðan hugmyndirnar koma og hvernig við vinnum úr þeim sögur.
– að búa til fjölbreyttar sögupersónur 
– að búa til söguframvindu – byrjun, miðju og endi á sögu.
– að fá hugmyndir og skrifa með öðrumi í hóp og sem einstaklingar.

 

Skráning og upplýsingar eru á Bókasafni Akraness, Dalbraut 1, sími 433 1200. Ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt að mæta alla daga. Hámarksfjöldi á námskeiðið er um 15 börn.