Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á sumarfrístund og leikjanámskeið Þorpsins fyrir sumarið 2020.
Undanfarin sumur hefur frístundamiðstöðin Þorpið séð um sumarnámskeið fyrir börn á aldrinum 6 -10 ára og verður engin breyting á því þetta sumarið. Hins vegar mun starfsemin verða með öðru sniði en undanfarin sumur. Sumarstarfið fyrir 6-10 ára börn fædd 2010, 2011, 2012 og 2013 verður með eftirfarandi hætti:
Þar sem mörg íþróttafélög hafa í hyggju að bæta upp tapaðan æfingartíma vetrarins og bjóða upp á æfingar í júní höfum við ákveðið að hafa sumarstarfið í júní meiri í líkingu við sumarfrístund en hefðbundin leikjanámskeið. Frístund með sumarívafi, mikilli útiveru og meira hópastarfi. Þannig geti börn sótt æfingar fyrir eða eftir hádegi og verið í frístundastarfi í Þorpinu á móti. Foreldrar geta þá keypt og valið um viku í senn, heila dag/ hálfandag. Skráð er fyrirfram og er skráningin bindandi þ.e rukkað verður fyrir skráðan tíma. Þátttakendur koma sjálfir með nesti, þ.e. hressingu fyrir hádegi og hádegismat. Boðið verður upp á eftirmiðdegishressingu.
(Systkinaafsláttur er 10%)
Heilsdags leikjanámskeið. Um er að ræða viku námskeið sem standa frá kl. 9:00 - 16:00. Námskeiðin fara fram í Frístundamiðstöðinni Þorpinu sem stendur við Þjóðbraut 13. Námskeiðin verða bæði fjölbreytt og skemmtileg. Mikil útivera og skapandi starf. Þátttakendur koma sjálfir með nesti, þ.e. hressingu fyrir hádegi og hádegismat. Boðið verður upp á eftirmiðdegishressingu. (Lágmarksfjöldi á hvert námskeið eru 10 þátttakendur. Þorpið áskilur sér réttinn til þess að hætta við námskeið ef næg þátttaka næst ekki).
Leikjanámskeið fyrir börn fædd 2013 og 2014. Heilsdags leikjanámskeið með leikjum og útiveru. Námskeiðin fara fram í Þorpinu og íþróttamannvirkjum bæjarins. Þessi námskeið eru unnin í samvinnu við ÍA og þar gefst börnunum tækifæri á að kynnast hinum ýmsu íþróttagreinum sem hægt er að stunda á Akranesi undir merkjum ÍA. Þátttakendur koma sjálfir með nesti, þ.e. hressingu fyrir hádegi og hádegismat. Boðið verður upp á eftirmiðdegishressingu.
(Systkinaafsláttur er 10%)
Innifalið í námskeiðunum er öll dagskrá, samgöngur þegar við á og eftirmiðdagshressing.
Greiðsla skal fara fram áður en námskeið hefst og eingöngu er hægt að greiða með kreditkorti í gegnum Nóra.
Athygli er vakin á því að lögmálið "fyrstur kemur, fyrstur fær" gildir og að börn mega að hámarki taka þátt í 6 námskeiðum yfir sumarið. Það er því gert ráð fyrir að börnin taki sér að minnsta kosti 4 vikur í sumarfrí.
Nánari upplýsingar veitir Sara Rut Heimisdóttir og Ívar Orri Kristjánsson.
Einnig er hægt að hringja í síma 433-1252 eða 893-1969.