Frístundir & námskeið

Félagsmiðstöðin Arnardalur

Kvöldstarf Arnardals

Félagsmiðstöðin Arnardalur hóf starfemi sína 12. janúar 1980.

Í Arnardal er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á barna- og ungmennalýðræði og tryggir áhrif barna og ungmenna í starfi.

Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, reynslunám, félagsfærni, sjálfstyrkingu, samfélagslega virkni og þátttöku.

Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða tekin gegn neyslu vímuefna og annarri neikvæðri hegðun.

Félagsmiðstöðvar eru vettvangur þar sem ungt fólk fær tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri  og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni.

Arnardalur er hluti  af Frístundamiðstöðinni Þorpinu við Þjóðbraut 13.

Hægt er að fylgjast með starfi Arnardals bæði á Facebook og Instagram

Opnunartími

  • Þriðjudagskvöld kl. 19:30 – 22:00
  • Miðvikudagskvöld kl. 19:30 – 22:00
  • Föstudagskvöld kl. 19:30 – 22:00
  • Einnig er opið er alla virka daga kl. 13:00 - 16:00.

Frekari upplýsingar um starf Arnardals veitir Ívar Orri Kristjánsson í síma 433-1251.

Einnig er hægt að fylgja

Dagstarf Arnardalur 

Dagstarf Arnardals er ætlað 13 - 16 ára unglingum sem vilja taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi eftir að skóladeginum lýkur og til kl. 16:00.

Dagskráin er ákveðin í samráði við unglingana og getur innihaldið námskeið, klúbbastarf og fleira. 

Í dagstarfinu er lögð mikil áhersla á að hvetja unglingana til þess að taka þátt í kvöldstarfi Arnardals og veittur stuðningur til þess ef þörf er á. 

Frekari upplýsingar um dagstarfið veitir Bryndís Gylfadóttir í síma 433-1252.