Yfir himin og haf

Sýnining á vatnslitamyndum á þriðju hæð Akranesvita.
Þema sýningarinnar eru dýr og plöntur í nærumhverfi listamannsins, sem spannaði nokkrar borgir í mismunandi löndum á þeim árum sem verkin voru máluð. Sýningin myndar því eins konar dagbók yfir himin og haf.
 
Þetta er fyrsta sýning Gerðu Geira, en hún er fædd og uppalin á Akranesi og nýlega flutt til baka, eftir margra ára veru í höfuðborginni, auk bretlands og skandinavíu.