Ásta og Ásta í Akranesvita - Málverkasýning

Við vinkonurnar Ásta Gríms og Ásta Björg verðum með málverkasýningu í Akranesvita nú í júní.
Sýningin opnar formlega laugardaginn 15. Júní kl 12:00 og stendur út júní.
Vitinn er opin alla daga frá kl 10-16.
Allur ágóði af sölu verkanna rennur í sjóðinn “Týri og Bimbó”. Sjóðurinn er minningarsjóður um Ástríði Rán og styður sjóðurinn við samtök sem aðstoða ungt fólk í fíkn við að komast aftur á beinu brautina.