Er hafið okkar? 9. bekkur Brekkubæjarskóla sýnir

9. bekkur Brekkubæjarskóla sýnir á Bókasafni Akraness dagana 29. maí - 9. júní. Verk nemenda eru unnin í tengslum við sjómannadaginn en nemendur vinna með mengun hafsins og skoða hvernig maðurinn þarf að breyta venjum sínum fyrir hreinna haf. Með því vilja nemendur vekja fólk til umhugsunar um þann raunverulega vanda sem þeirra kynslóð stendur frammi fyrir. 

Sýningin er staðsett innarlega í safninu, við stóra glugga safnsins en þannig geta sýningagestir skoðað sýninguna bæði utanfrá og inni safninu á opnunartíma safnsins.