Fljúgandi drekar á Akratorgi! Flugdrekasmiðja.

Ekki láta flugdrekasmiðjuna framhjá ykkur fara - Setjum drekana á loft í miðbænum! 

Hin geysivinsæla Flugdrekasmiðja Höfuðstöðvarinnar verður haldin á fyrstu hæð í Gamla góða Landsbankahúsinu þann 24. maí frá kl. 15 - 18 og þá málum við okkar eigin flugdreka með litum og förum svo með þá út á torg og nærliggjandi tún og setjum drekana á loft!

Hvetjum ykkur til að gera fjölskyldustund úr þessu - Það tekur um klukkustund að hanna og setja drekana sína saman. 

Svo er auðvitað algjört möst að viðra drekana sína reglulega og þessvegna hvetjum við ykkur til að nýta helgina vel með flugdrekunum, í Skógræktinni og á Langasandi!

Þess má geta að frystihúsið er á sama tíma með Skrímslaís á seðli yfir hátíðina - Njótum stunda í miðbænum!

Frítt inn og öll velkomin.

Barnamenningarhátíð er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.