Framtíðin er rusl

9. bekkur í  Brekkubæjarskóla mun standa fyrir sýningu á Bókasafni Akraness dagana 14. - 31. mars. Verk nemenda eru unnin með loftslagsvanda heimsins í huga en með því vilja nemendur vekja fólk til umhugsunar um þann raunverulega vanda sem þeirra kynslóð stendur frammi fyrir.