"Ireland to Iceland: Over Water"

Fréttatilkynning vegna sýningar í Akranesvita.

Þann 1. júlí nk. kl. 16.00 verður opnuð sýningin "Ireland to Iceland: Over Water" í Akranesvita.
Þar sýna írsku listamennirnir Róisín O´Shea og Patricia Dolan
vatnslitamyndir sem tengjast Íslandi og Írlandi.

Við opnun sýningarinnar mun Valgerður Jónsdóttir leika nokkur lög.

Verk Róisín á þessari sýningu eru unnin eftir heimsókn hennar í Akranesvita þar sem hún heyrði sögu bræðranna
Þormóðs og Ketils sem fyrstir námu land á Akranesi á 9. öld.

Í framhaldi af því ákvað hún að halda sýningu á verkum sínum í Akranesvita vegna sterkra tengsla sem hún fann milli þessara tveggja landa.

Róisín O´Shea og Patricia Dolan kynntust á kaffihúsi 2015 og tókst með þeim góð vinátta.

Áhugi Róisin á Íslandi og sterk tengsl hennar við Akranes veitti Patriciu innblástur í verk hennar á þessari sýningu.

Sýningin er opnuð í tengslum við írska daga sem fram fara á Akranesi.

Sýningin stendur yfir til 31. ágúst 2022 á opnunartíma vitans.

Nánari upplýsingar veitir Hilmar Sigvaldason vitavörður