Jólasýning Jóhönnu

Aðventusýning í Bókasafni Akraness

 Skagakonan Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir sýnir ýmsar jólahannyrðir sínar í Bókasafni Akraness. Hún hefur búið í Innri Akraneshreppi hinum forna og á Akranesi alla sína tíð, er fædd 1935, og starfaði sem hjúkrunarkona á Sjúkrahúsi Akraness og Dvalarheimilinu Höfða. Nú hefur hún sett upp sýningu á ýmsum jólahannyrðum sínum á Bókasafni Akraness, bæði hekl og útsaum af ýmsu tagi.

 "Þetta hef ég verið að föndra við gegnum árin. Það elsta er frá 1962 en hið yngsta bjó ég til á þessu ári. Ég nýt þess að stunda hannyrðir og það besta sem ég fékk í jólagjöf sem krakki var eitthvað til að sauma."

 Sýningin á Bókasafni Akraness opnar formlega á fimmtudaginn 24. nóvember kl. 16 og eru allir velkomnir í kaffi, pönnukökur og kleinur. Hún verður uppi um aðvetuna.