Jólamarkaður og notalegheit á Akratorgi.
Kæru íbúar Akraness og nágrennis, sem og áhugasamir nær og fjær!
Hvar er betra að láta jólaandann hellast yfir sig en í heimabyggð? Hvernig hljómar rölt niður í miðbæ, heitt súkkulaði og vöfflur, glögg og ilmurinn af ristuðum möndlum á meðan þú og þín versla fallegar jólagjafir?
Miðbæjarsamtökin og Akraneskaupstaður ætla aldeilis að blása í alla hátíðrlúðrana og skella upp jólamarkaði og jólastemningu á torginu okkar fagra og miðbænum fyrstu tvær helgarnar í desember nk. í samstarfi við m.a. listfélag Akraness og fjöldan öllum af frábærum fyrirtækjum og einkaaðilum. Einnig hafa skólahópar og íþróttafélög tækifæri til þess að vera með sölubása og er það algjörlega gullið tækifæri til fjáröflunar og enn betra tækifæri fyrir okkur hin að hlýja jólahjartanu með því að versla hjá yngstu íbúunum okkar og styrkja góð málefni í leiðinni.
Um er að ræða helgarnar 2. – 3. desember og 9. - 10. desember, bæði laugardag og sunnudag og munum við auglýsa nánari tímasetningar og dagskrá mjög fljótlega.
Við þurfum ekki að leita út fyrir bæjarmörkin til þess að ná okkur í jólaskap, jólin finnum við hér heima í hjarta bæjarins og það erum við bæjarbúar sem látum það slá
Fyrir áhugasöm um básaleigu þá getið þið sent email á netfangið akratorg22@gmail.com
Sjáumst á jólatorginu í desember!