Krílatími í Fimleikasalnum

Ertu í orlofi og langar að leyfa barninu að leika í öruggu og skemmtilegu umhverfi?🥰 Hlökkum til að sjá foreldra/forráðamenn og litlu krílin í fyrsta krílatíma ársins þriðjudaginn 18. mars kl. 10-11:30 💛🧸

Fimleikafélag ÍA býður upp á tíma fyrir börn 2 ára og yngri.
Þau geta komið í heimsókn í fimleikasalinn, hitt önnur börn og notið þess að hreyfa sig í öruggu umhverfi með foreldrum sínum.

Tíminn er hugsaður í frjálsan leik með forráðamönnum í skemmtilegu og spennandi umhverfi

Þjálfari verður á staðnum

Frítt inn