KRÓSK

Tískuhönnuðurinn Kristín Ósk Halldórsdóttir sýnir hluta af vörum sínum á Bókasafninu á Vökudögum. Kristín Ósk er skagakona og hannar hún og framleiðir undir merkinu KRÓSK

KRÓSK er íslensk kvenfatalína, þar sem mikil áhersla er lögð á góð og klæðileg snið. Efnavalið skiptir þar líka miklu máli og eru náttúruleg efni þar fyrsti kostur. 
Allt efni er prjónað á Íslandi  fyrir yfirhafnir og fylgihluti. Kristín Ósk teiknar prjónamynstrin sjálf, þar fá samspil lita og forma að njóta sín.  

Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 og á laugardögum kl. 11-14.