Meðal annarra orða - Listasýning

Ásta Jónsdóttir sýnir vatnslitaverk í verslun Pennans Eymundsson á Vökudögum, Akranesi, dagana 24.október - 2.nóvember.
 
Ásta er mikill bókaunnandi og elskar að notast við íslenskar orðabækur og ljóðabækur við titlagerð verka sinna. Henni þykir því viðeigandi að sýna verk sín í bókabúðinni, umkringd bókunum sem veita henni mestan innblástur.
 
Sýningin er opin á opnunartíma verslunar.

Virkir dagar: 9-18
Laugardagar: 11-15
Sunnudagar: Lokað
📍Dalbraut 1, Akranesi
 
Til að fylgjst með Ástu:
Instagram: @asta_skasta