Philippe Ricart sýnir 52 spjaldofin bókamerki

Handverksmaðurinn Philippe Ricart setti sér það markmið að hanna og spjaldvefa eitt nýtt bókamerki í hverri viku á síðasta ári.  Á sýningunni má sjá afraksturinn af þeirri vinnu. Philippe er búsettur á Akranesi og rekur vinnustofu á Háholti 11. Allir velkomnir við opnun sýningar föstudaginn 6. mars n.k. kl. 15.00, heitt kaffi á könnunni.