Sálumessa eftir Gabriel Fauré Op. 48 - Kór Akraneskirkju

Kór Akraneskirkju flytur Sálumessu Fauré ásamt kammersveit og einsöngvurum undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar kórstjóra og organista Akraneskirkju. Sálumessan er ein sú fegursta og vinsælasta í tónbókmenntunum og er flutt reglulega í hinum vestræna heimi frá því að verkið var frumflutt í París árið 1888. Fauré var franskt rómantískt tónskáld sem litar hinn ævaforna sálumessutexta afar fallegu rómantísku tónmáli sem lýsir mikilli von og fegurð upprisunnar. Hann tileinkaði verkið minningu foreldra sinna.
Einsöngvarar eru Jóna G. Kolbrúnardóttir sópran og Hrólfur Sæmundsson baritón. Einleiksfiðla og konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir. Harpa: Elísabet Waage. Orgel: Steingrímur Þórhallsson. Stjórnandi: Hilmar Örn Agnarsson.

Verð  4,500 kr.