Skálholtstríóið í Akraneskirkju

Jón Bjarnason orgel
Vilhjálmur Ingi Sigurðarson trompet
Jóhann Stefánsson trompet

Skálholtstríóið, eins og nafnið gefur til kynna, tengist Skálholti en þar hafa þeir félagar spilað mikið saman síðustu ár við hinar ýmsu kirkjuathafnir. Í kjölfarið ákváðu þeir að mynda formlegt tríó og hafa haldið tónleika víða um land.
Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, en á henni er m.a. að finna verk eftir J.S Bach, A. Vivaldi, Eugene Bozza, Sigfús Einarsson, Rodriguez Solana ofl.
Í samræmi við sóttvarnarlög og til að tryggja öryggi tónleikagesta, verður tveggja metra reglan í hávegum höfð!

Aðgangseyrir kr. 2.500/Kalmansvinir kr. 2.000.
Miðapantanir á kalmanlistafelag@gmail.com og á tix.is