Stærðfræði og Listir - sýning eftir 5. og 6. bekk í Grundaskóla

Á sýningunni verða sýnd verk nemenda sem tengja saman stærðfræði og listir. Nemendurnir hafa verið að æfa sig í að teikna alls konar mynstur með hringfara.  Mynstrin hafa líka tengst öðrum verkefnum eins og víkingaþema, í tengslum við það teiknuðu nemendur svokallaðan þrenningarhnút.  Einnig hafa þeir blandað inn í mynstrin Zentangle teikniaðferð, sem gengur út á að læra mynstureiningar og raða saman í stærri mynstur, prófað þráðaverkefni, speglun og pappírsbrot, svo að eitthvað sé nefnt.

Opnun sýningarinnar verður klukkan 18:00 fimmtudaginn 27. okt.