Svona er Akranes - útiljósmyndasýning

Á liðnum árum hefur Friðþjófur Helgason sent frá sér fjórar ljósmyndabækur um Akranes og fólkið á Skaganum. Nú er í undirbúningi fimmta bókin sem hefur hlotið nafnið „Svona er Akranes“ sem verður gefin út á næsta ári. Skagamenn fá forsmekkinn af því sem bókin hefur að geyma því að á Vökudögum verður sett upp útiljósmyndasýning við göngustíginn upp af Langasandi með úrvali mynda úr bókinni. Friðþjófur sýnir þar 20 myndir á nýjum stöndum sem kaupstaðurinn hefur látið smíða. Sem fyrr fangar Friðþjófur svipmót bæjarins á líðandi stundu og skrásetur mannlífið með sínu vökula auga.