Tálgaðir fuglar

Arnþór Ingibergsson húsasmíðameistari  sýnir á Bókasafninu tálgaða fugla.

Arnþór er fæddur árið 1947  og uppalinn í Reykjavík, nánar tiltekið í Laugarásnum.  Lauk námi í húsasmíði 1967 og meistaranámi húsasmiða 1975. Hann flutti til Akraness 1976 og hefur  starfað hjá Akraneskaupstað við smíðar og húsvörslu. Eftir starfslok hefur Arnþór haft ánægju af að smíða ýmsa smáhluti. 
Flestir fuglarnir eru gerðir úr birki sem  fengið er úr sumarbústaðarlandi Arnþórs og fjölskyldu í Borgarfirði .

Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-18:00 og stendur yfir til 7. júlí.