TENGSL - E sjó sjó

Í nútíma samfélagi erum við stanslaust tengd, tengd við tæki, hvort öðru í gegnum tækni, samtengd öllum heiminum. Tengingar umlykja heiminn og byggist heimsmynd okkar upp á hversu vel tengd við erum. Hér á landi er tenging okkar við umheiminn háð streng sem liggur á hafsbotni og er viðkvæmari nú sem aldrei fyrr. Með auknum hraða í samfélaginu er gott að staldra við, jarðtengjast, tengjast náttúrunni, nærumhverfinu, fólkinu. Tengingar hjálpa okkur að tilheyra og umbera, víkka skilning á hlutum og aðstæðum, hvort öðru. Gera okkur auðmjúk, skilningsrík, umburðarlind. Tengsl okkar við hina ýmsu hluti, staði, manneskjur eru alls konar. Spennandi, góðar, erfiðar, áhugaverðar, skemmtilegar, leiðinlegar, nýjar, broslegar. Alveg frá fæðingu förum við að mynda tengsl, tenslamyndu er áhugaverð, hverju tengjumst við? Afhverju? Afhverju höldum við í sumar þeirra en aðrar ekki? Tengsl eru margvísleg og marglaga. Listamennirnir sem sýna í sýningunni Tengsl eru ekki einungis tengd fjölskylduböndum og öll alin upp hér á Akranes, heldur hafa þau öll líka á einhverjum tímapunkti unnið í þessu húsi. Tengja það við mismunandi tíma í sínu lífi og lífi hússins. Listamennirnir Eyrún Jónsdóttir, Jökull Freyr Svavarsson, Sara Björk Hauksdóttir og Unnur Jónsdóttir sýna ný verk sem gerð voru fyrir þessa sýninu Tengsl sem er fyrsta myndslistasýning sem sett er upp í Kassageymslunni sem staðsett er í húsnæði nýsköpunarsetursins á Breið, Akranesi.

Opnunartími sýningar: 
27 okt 18-21
29.-30. okt 13-17
5.-6. nóv 13-17