Vetrarblóm

Áslaug Benediktsdóttir er búsett á Akranesi og  er með vinnustofu að Ægisbraut 30.  Þessar myndir sem hún sýnir núna á Vökudögum eru flestar gerðar á þessu og síðasta ári.

Vatnslitir og teikning hafa alltaf heillað Áslaugu.  Hún er í félagi í Vatnslitafélagi Íslands og NAS Nordiska Akvarellsällskabet sem segir sína sögu um í hvað hugur hennar leitar.   

Verið velkomin á sýninguna Áslaugar á bókasafninu við Dalbraut 1.