Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Ægir gym unglinga og krakka

UNGLINGA-FIT

Í haust ætlum við að bjóða upp á Unglinga-Fit námskeið sem er hugsað fyrir krakka í 8-10.bekk. Tímarnir verða kenndir á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 15:00 – 16:00 frá 7.ágúst - 15.desember.

Markmiðið er kenna unglingunum ólíkar æfingar með áherslu á styrk, úthald, liðleika og bætta líkamsvitund. Við munum fara yfir fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar sem allir geta tekið þátt í óháð færni eða reynslu af líkamsrækt. að bæta alhliða styrk, líkamsmeðvitund og sjálfstraust með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum

Þjálfarar námskeiðsins eru Helgi Arnar Jónsson og Gerald Brimir Einarsson.

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/aegirgym

KRAKKA-FIT

Námskeiðið er hugsað fyrir krakka í 5-7.bekk. Tímarnir verða kenndir á mánudögum og fimmtudögum kl. 15:00 – 16:00 frá 7. Ágúst - 15. Desember.

Markmiðið er að bæta alhliða styrk, líkamsmeðvitund og sjálfstraust með fjölbreyttum og skemmtilegum æfingum sem allir geta tekið þátt í óhað færni. Í upphafi námskeiðsins verða tækniæfingar kenndar með léttum prikum þar sem farið verður yfir rétt hreyfimynstur og styrktaræfingar að mestu með eigin líkamsþyngd. Eftir að krakkanir hafa náð góðum tökum á hinum ýmsu æfingum munum við svo hægt og rólega færa okkur yfir í einfaldar æfingar með léttum lóðum.

Þjálfarar námskeiðsins eru Helgi Arnar Jónsson og Gerald Brimir Einarsson.

Skráning: https://www.sportabler.com/shop/aegirgym