Frístundir og sumarnámskeið
Hátíðir og söfn
Opin svæði og gönguleiðir
Áhugaverðir staðir að heimsækja
Í sumar verður starfræktur Knattspyrnuskóli Norðanfisks á vegum Knattspyrnufélags ÍA fyrir börn fædd 2012-2016. Skólastjóri verður Bryndís Rún Þórólfsdóttir og henni innan handar verða þjálfarar félagsins. Leikmenn Mfl.kk/kvk munu koma og miðla reynslu sinni á faglegan og skemmtilegan hátt.
Byggðasafnið í Görðum á Akranesi hefur á undanförnum árum skipað sér verðugan sess sem eitt helsta aðdráttarafl Akraness enda mikil upplifun að koma þangað, jafnvel fyrir þá sem hafa ekki sérstakan áhuga á söfnum.
Á Akranesi finnur þú fjölbreytt úrval verslana & þjónustufyrirtækja sem kapp kosta að veita framúrskarandi þjónustu í afslappandi og þæginlegu umhverfi // In Akranes you will find a wide range of shops & service companies that strive to provide excellent service in a relaxing and comfortable environment.
Veitingastaðir á Akranesi // Restaurants in Akranes
Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug með 5 heitum pottum, gufu og vatnsrennibraut. Skemmtileg sundlaug fyrir fjölskylduna, sundkappann og til sólbaðs. Sundlaugin er opin alla virka daga frá kl. 6:00 - 21:00 og um helgar frá kl. 09:00 - 18:00.
Frístundaheimilið Krakkadalur er starfrækt fyrir börn í 3. – 4. bekk í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla og er opin eftir að skóla lýkur til klukkan 16:15 alla virka daga.
Frístundamiðstöðin Þorpið verður með Sumarfrístund fyrir börn fædd 2013-2016. Um er að ræða heilsdagsfrístund frá 09:00-16:00 yfir viku tímabil í senn. Skráning fer fram í gegnum Sportabler Nánari upplýsingar má nálgast í S: 433 1250 og á E: elisabets@akraneskaupstadur.is