Á Langasandi er hægt að baða sig í sjónum og njóta útsýnisins í Guðlaugu sem er heit laug staðsett í grjótgarðinum á Langasandi.
Jaðarsbakkalaug er 25 m útisundlaug með 5 heitum pottum, gufu og vatnsrennibraut. Skemmtileg sundlaug fyrir fjölskylduna, sundkappann og til sólbaðs. Sundlaugin er opin alla virka daga frá kl. 6:00 - 21:00 og um helgar frá kl. 09:00 - 18:00.