Um Skagalíf

Skagalíf er nýr upplýsingavefur fyrir íbúa á Akranesi og alla þá sem vilja bæinn heimsækja. Á Akranesi er fjölbreytt menningar og frístundastarf og er markmið með þessum vef að koma á einn aðgengilegan stað öllu því sem er í boði á Akranesi, frá frístundastarfi og námskeiðum að menningu og listum. 

Fenginn var styrkur frá þróunarsjóði skóla- og frístundasviðs í uppsetningu á þessum nýja vef. Vefurinn er hannaður af fyrirtækinu Stefnu ehf. og fór hann í  loftið þann 12. október 2018. Vakin er athygli á því að vefurinn er enn í þróun og munu upplýsingar bætast jafn og þétt við næstu mánuði.

Á vefnum er hægt að skrá inn viðburði sem birtast í viðburðadagatali um leið og þeir hafa verið samþykktir inn. Dagatalið er samtengt við heimasíðu Akraneskaupstaðar (www.akranes.is) og birtist viðburðinn þar einnig. Vefnum er skipt upp í þrjá flokka, í fyrsta lagi tómstundir en undir því má finna upplýsingar um frístundir og námskeið, í öðru lagi menningu en undir því má finna upplýsingar um hátíðir, listir og söfn og í þriðja lagi útivist en undir því má finna upplýsingar og göngu- og hjólaleiðir, leikvelli og útivistarsvæði.

Umsjónaraðilar vefs:
Friðbjörg  Eyrún Sigvaldadóttir verkefnastjóri á skóla- og frístundasviði
Heiðrún Janusardóttir verkefnastjóri æskulýðs- og forvarnarmála
Ívar Orri Kristjánsson deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála
Sædís Alexía Sigurmundsdóttir skrifstofustjóri á skrifstofu bæjarstjóra

Hægt er að senda inn fyrirspurnir á netfangið akranes@akranes.is með tilvísun í þennan vef.