Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Hoppnámskeið fyrir alvöru orkubolta

Þetta námskeið er hugsað til að krakkarnir kynni sér öryggi þegar kemur að klettastökki og að hjálpa þeim að komast út fyrir boxið. Það hefur verið talað mikið um kvíða og annað hjá börnum á síðustu árum og viljum við meina það að hoppa í kalt vatn sé eitt besta meðalið við kvíða. Á þessu námskeiði fá krakkarnir að skora á sjálf sig og sigra hausinn. ​

Leiðbeinandinn er Konni Gotta hefur hann verið í klettastökki í 13 ár og mun kenna krökkunum allt sem þarf að hafa í huga þegar kemur að öruggu og skemmtilegu klettastökki. ​

Hvert námskeið er eitt skipti.

Innifalið er leiga á blautbúning, kennsla og pizza.

Við hoppum á glænýrri æfingaaðstöðu þar sem hægt verður að hoppa af 2 - 12 metra háum pöllum.

10 - 14 ára
Laugardaga 10:00 - 12:00
Mæting 9:30
kr. 10.000