Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Hraust í haust – Þreknámskeið

Skráning er er hafin á Hraust í Haust Þreksnámskeið sem hefst þriðjudaginn 29. ágúst.

Get Fit by Eyrún Reynis – Þreknámskeið eru fjölbreyttir og skemmtilegir tímar sem henta konum á öllum aldri hvort sem þær eru byrjendur eða lengra komnar.
Stuð og stemning er helsta áhersluatriði tímanna og sérstök áhersla lögð á fjölbreyttar æfingar sem innihalda styrktaræfingar, þolþjálfun og fitubrennslu.
Unnið er með æfingar sem móta, grenna og tóna líkamann. Ávalt er unnið á tíma svo hver og ein getur gert æfingarnar á sínum hraða.
Öll sem skrá sig fá aðgang að stemningshóp stútfullum af æfingum og peppi.

Kennari er Eyrún Reynisdóttir, Íþróttafræðingur og hefur þjálfað tímana frá árinu 2016.

Tímar fara fram á eftirfarandi tímum á Jaðarsbökkum:
Þriðjudagar kl. 17:10-18:10 / Salur 2
Fimmtudagar kl. 17:10-18:10 / Salur 5

https://www.sportabler.com/shop/getfit/