Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Jógatímar hjá Jógaveru - Öll getu stig

No description available.

Jóga með Mörtu og Sylvíu á Smiðjuvöllum 17.

Rými fyrir þig að læra inn á þig. Allir tímar opnir fyrir öll getu stig - jóga snýst um að finna sinn takt og að kynnast mörkunum sínum. Allir iðka á sínum forsendum, á sínu getustigi og krafti í hvert skipti fyrir sig. Gott að láta vita ef þú ert með einnhver meiðsl eða verki.

Dagskráin er skipulögð út frá hvernig við getum hámarkað lífið okkar og alhliða heilsu í haust og vetur:

Mánudagar 17.15-18.30: Kröftugt flæði!Tækifæri til þess að byggja sig upp með heildrænni líkamsrækt. Við stígum inn í kraftinn okkar og út fyrir þægindarrammann til að kanna þolmörk hvað varðar liðleika, styrk og jafnvægi. Öll getustig velkomin, alltaf hægt að aðlega allar stöður eftir eigin getu.

Miðvikudagar 06.30-07.30: Morgun flæði Endurstillum líkamsklukkuna í takt við sólarupprás. Setjum tónin fyrir daginn, vikuna, og veturinn. Tengjum okkur við stefnu og ásetning með leiddri hugleiðslu og öndun, lærum inn á taugakerfið, styrkjum líkamann frá toppi til táar, liðkum vöðva og losum um uppsafnaða spennu fyrir betri orkuflæði út í daginn.

Fimmtudagar 20.15-21.30: Mjúkt flæði Við einbeitum okkur að öndun, styrk og slökun í notalegu Yin Yang Yoga flæði. Leyfum önduninni að flæða meðvitað í gegnum asanastöður sem leggja áhærslu á mýkt, með smá bragð af krafti þegar á líður. Í lokin slökum við á í líkamanum og taugakerfinu í djúpslökun til þess að næra andann, finna okkar innri ró og einfaldlega njóta þess að vera.

Skráning fer fram með því að senda skilaboð á Jógaveru á Facebook.

Hlökkum til að sjá þig!