Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Sundskóli (árg 2018-2021)

Sundfélag Akraness býður upp á sundskóla fyrir börn. Annarsvegar Krossfiska (árg 2018-2019) og Fjörfiska (árg 2020 - 2021).

 

KROSSFISKAR (Árg 2018-2019)

þjálfarar: Jill Syrstad

Hvert námskeið Krossfiska er 12 skipti og er hver tími 45 mínútur að lengd.  Helsta markmið sundskólans er að börnin upplifi vatnið sem jákvætt og skemmtilegt. Foreldrar fara ekki ofaní með börnunum

Krossfíska eru skipti í stig:

Stig1 er fyrir börn sem eru ekki enn orðin alveg örugg í vatni, eiga erfitt með að setja andlitið í kaf, og finnst erfitt að fara ein út í laugina með ugga og plötu.

Stig2 er fyrir börn sem eru farin að geta farið i kaf, fljóta á bakinu og geta synt 2 ferðir með skriðsunds fætur með ugga og plötu.

Stig 3 er fyrir börn sem eru orðin mjög örugg i vatninu, geta kafað niður á botn eftir hlut, fljóta á bakinu og maganum og get synt smá sjálf án ugga og aðstoðar. Búin að ljúka Krossfiskar 2 eða sambærilegt námskeið.

Nánari upplýsingar og skráning í Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/iasund

FJÖRFISKAR (Árg 2020-2021)

 ​Næsta námskeið byrjar : 6. september 2023
​Miðvikudagar kl. 16.20-17.00 Börn fædd 2021
​Miðvikudagar kl. 17.00-17.40 Börn fædd 2020

​Verð 16.000 (10. skitpi)

​Skráning í sportabler
​Nánari upplýsingar sund@ia.is
​Kennari: Heiður Haraldsdóttir

​Fjörfiskar eru fyrir börn frá aldrinum 2-3 ára.
​Námskeiði er 10 skipti og er hver tími 40 mínútur að lengd. Einn foreldri eru með ofaní lauginni með börnunum.