Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Ritsmiðja 10-12 ára

Bókasafn Akraness býður börnum á aldrinum 10 – 12 ára (fædd 2010-2012) að taka þátt í ritsmiðju dagana 13.-16. Júní. Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og rithöfundur. Ritsmiðjan er kl. 9:30-12:00.

Skráning fer fram á Bókasafni Akraness og er þátttaka án gjalds, en nauðsynlegt að mæta alla dagana. Hámarksfjöldi er 15.
Bókasafnið opnar kl. 9:00 fyrir þátttakendur alla námskeiðsdagana.

Hvar: Bókasafn Akraness Dalbraut 1, Svöfusalur. Sími 433 1200
Hvenær: 13.-16 júní kl. 9:30-12:00
Aldur: 10-12 ára
Ókeypis. Skráning hefst 24.maí. 

Bergrún Íris Sævarsdóttir er barnabókahöfundur og teiknari. Fyrir bækur sínar hefur hún hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin, Vestnorrænu barnabókaverðlaunin, Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur og Fjöruverðlaunin.