Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Söngur og sviðsframkoma

Söngur og sviðsframkoma 

Fyrir krakka í 5. – 7. Bekk 

Kennari: Hanna Ágústa Olgeirsdóttir 

Verð: 20.000 kr.  

Hægt að nýta frístundastyrkinn 

Umsóknarfrestur er til 1. febrúar - Skráning fer fram hér.

 Á námskeiðinu læra nemendur grunnáherslur í söng, almenna sviðsframkomu og fá að prófa að syngja fjölbreytt og skemmtileg lög í míkrófón. Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur og verður haldið á föstudögum klukkan 14:30-15:10. Það hefst föstudaginn 2. febrúar og því lýkur með tónleikum í Tónbergi.  

 Hanna Ágústa útskrifaðist frá Tón- og leiklistarháskólanum í Leipzig vorið 2022 með bakkalárgráðu í einsöng og söngkennslu. Hún hefur komið fram á tónleikum og hátíðum um allt land, sem og erlendis, en hefur einnig mikla reynslu af leikhúsi og sviðsframkomu og fór meðal annars í starfsnám í óperuleikstjórn í Þýskalandi samhliða náminu. Nú síðast lék hún og söng hlutverk Óla Lokbrár í óperunni Hans og Grétu í Tjarnarbíói í desember.