Íþróttir, tómstundir og ýmis námskeið

Sundæfingar (Árg 2011-2015)

Hópur fyrir krakka á aldrinum 8-11 ára sem hefur náð góðum tökum á sundi.
Í hákörlum byrjum við á að venjast æfingum á Jaðarsbökkum og er æft einu sinu í viku á Jaðarsbökkum og tvísvar í Bjarnalaug.

Þjálfari: Jill Syrstad


Áherslur og markmið:

-          Jákvætt hugarfar. Gott viðhorf til æfinga, þjálfara, liðsfélaga/annarra sundmanna og starfsmanna sundlaugar.

-          Bæta tækni í öllum sundgreinum ásamt stungum og snúningum.

-          Fjórsund.

-          Æfa og bæta úthald í sundi.

-          Leikir sem miða að því að efla liðsheild og gleði á æfingum.

 Æfingaferðir: Farið í einar æfingabúðir á árinu, innanlands.


Mót
- Innanfélagsmót.
- Akranesleikar.
- 1-2 stærri mót .


Æfingar: Þrjár æfingar á viku, tvær í Bjarnalaug og ein á Jaðarsbökkum.

Æfingagjöld: Kr. 45.000

Skráning á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/iasund